Smit kom í veg fyrir Bandaríkjaferð

Leikmenn Arsenal þurfa að sitja heima.
Leikmenn Arsenal þurfa að sitja heima. AFP

Enska knattspyrnuliðið Arsenal hefur neyðst til að hætta við æfingaferð sína til Bandaríkjanna þar sem liðið átti að taka þátt í alþjóðlegu móti á Flórída.

Sky Sports greinir  frá því að kórónuveirusmit hafi komið upp innan þess hóps sem átti að fljúga vestur yfir haf á morgun og því hafi ferðin verið slegin af.

Arsenal átti að spila við Inter Mílanó á sunnudaginn kemur og síðan við sigurvegarann úr viðureign Everton og Millionarios frá Kólumbíu.

Arsenal hóf undirbúningstímabilið með tveimur leikjum í Skotlandi þar sem liðið tapaði 2:1 fyrir Hibernian og gerði jafntefli, 2:2, við meistara Rangers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert