Segir Fimmtíu gráa skugga munu fylgja honum út lífið

Jamie Dornan fór með aðalhlutverkið í Fimmtíu gráum skuggum.
Jamie Dornan fór með aðalhlutverkið í Fimmtíu gráum skuggum. AFP

Leikarinn Jamie Dornan segist upphaflega hafa verið mjög feginn að hafa ekki fengið hlutverk í þríleiknum Fimmtíu gráir skuggar sem byggður er á samnefndri bók. Þó fór svo að hann fór með hlutverk í kvikmyndunum eftir að leikarinn Charlie Hunnam, sem fyrst fékk hlutverkið, hætti við. 

„Ég var bara, fokk það er snilld, þvílík martröð sem þetta verður fyrir þennan gaur. Það verður drullað svo mikið yfir hann. Áður en nokkur hefur heyrt um hann, hann verður hataður. Og Margir voru líka pirraðir yfir hlutverkavalinu,“ sagði Dornan í viðtali við breska GQ. 

„Allavega, hann hætti við, þannig ég tók við hlutverkinu og fann fyrir hatrinu,“ sagði Dornan. 

Dornan ræddi einnig hvernig kvikmyndagagnrýnendur hjakkist enn þann dag í dag á því að hann hafi leikið í umræddum kvikmyndum. „Fjölmiðlar skrifa alltaf að þetta sé það besta sem ég hafi gert síðan ég lék í Fimmtíu gráum skuggum. Eins og ég þurfi enn að sanna mig. Ég er enn að gjalda fyrir þá ákvörðun,“ sagði Dornan. 

Kvikmyndirnar fengu slæma dóma frá kvikmndagagnrýnendum á sínum tíma. Dornan bendir á að kvikmyndirnar hafi verið gerðar eftir bókunum og þær hafi ítarlega fylgt bókunum. „Bækurnar voru elskaðar. Virkilega mikið elskaðar, og hataðar af öllum gagnrýnendum nema einhverjum bloggurum. Raunverulegir bókagagnrýnendur hötuðu þessar bækur,“ sagði Dornan og bendir á að kvikmyndirnar hafi verið gerðar fyrir aðdáendur, ekki kvikmyndagagnrýnendur. 

„Þannig græðiru helling af pening. En það var alltaf vitað að gagnrýndendur myndu bara, .þú veist, sleikja út um og það er það sem gerðist. Og við vissum að það myndi gerast og þegar maður sér það gerast getur það verið fjandi erfitt,“ sagði Dornan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg