Barton sýknaður af líkamsárás

Joey Barton á hliðarlínunni hjá Fleetwood Town á sínum tíma.
Joey Barton á hliðarlínunni hjá Fleetwood Town á sínum tíma. Ljósmynd/fleetwoodtownfc.com

Knattspyrnustjórinn Joey Barton hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás. Barton var sagður hafa veist að Daniel Stendel eftir leik Fleetwood Town og Barnsley í ensku C-deildinni í apríl 2019.

Barton, sem var á þeim tíma stjóri Fleetwood Town, var gefið að sök að hafa ráðist aftan að Stendel, sem var þá stjóri Barnsley, í leikmannagöngum Oakwell-leikvangs Barnsley eftir 4:2 sigur heimamanna.

Stendel meiddist á andliti þar sem tönn hans skemmdist og hann marðist. Stendel bar vitni fyrir rétti í Sheffield í síðustu viku þar sem hann sagði að honum hafi verið ýtt á málmhandrið sem hafi valdið framangreindum meiðslum.

Barton sagði hins vegar fyrir rétti að hann hafi ekki sýnt af sér ofsafengna hegðun og þá hafi honum ekki rekið minni til þess að hafa snert nokkurn mann í leikmannagöngunum eftir leik.

Ekki þótti sannað að Barton hafi ráðist að Stendel og var málinu því vísað frá í Sheffield í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert