Ökumaðurinn slapp ótrúlega vel

Strætisvagninn er ónýtur eftir áreksturinn.
Strætisvagninn er ónýtur eftir áreksturinn. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Ökumaður strætisvagnsins sem var fluttur á slysadeild í gær eftir harðan árekstur er undir eftirliti á Landspítalanum og verður þar næstu daga.

Að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó, virðist hann hafa sloppið vel miðað við hversu áreksturinn var harður og engin bein brotnuðu.

„Það má segja að hann hafi sloppið ótrúlega vel,“ segir Guðmundur, sem heyrði í ökumanninum í morgun og var hann nokkuð hress.

Strætisvagninn sem hann ók er talinn ónýtur eftir áreksturinn.

Konan sem ók hinum vagninum er á sextugsaldri eins og maðurinn. Hún slapp við meiðsli en fékk frí frá vinnu í dag.

Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert