Hlutabréf bankanna hækka

Kvika kveðst telja samruna við Íslandsbanka skapa fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki.
Kvika kveðst telja samruna við Íslandsbanka skapa fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki.

Hlutabréf Kviku og Íslandsbanka hafa hækkað mikið í fyrstu viðskiptum í morgun eftir að greint var frá því í gær að stjórn Kviku hefði óskað eftir afstöðu Íslandsbanka við því að hefja samrunaviðræður. Mun Íslandsbanki taka erindið til umræðu á stjórnarfundi í næstu viku.

Í samtals 953 milljóna viðskiptum hafa bréf Kviku hækkað um 6,45% í morgun og bréf Íslandsbanka hafa hækkað um 4,27% í 402 milljóna viðskiptum.

Flest önnur hlutabréf í Kauphöllinni hafa einnig hækkað í morgun og hafa bréf Arion banka þannig hækkað um 3,99% í 939 milljóna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hefur þá hækkað um 3,09%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK