Forseti þakkar fyrir matargjöfina

Þakkarbréf forseta til Kaupfélags Skagfirðinga og starfsmanna þess.
Þakkarbréf forseta til Kaupfélags Skagfirðinga og starfsmanna þess.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, sendi nýverið bréf til forráðamanna Kaupfélags Skagfirðinga (KS) til þess að þakka fyrir þær höfðinglegu matargjafir sem kaupfélagið og dótturfyrirtæki þess hafa komið til Fjölskylduhjálpar Íslands svo ekki skorti mat á neitt borð nú í kringum hátíðarnar.

Greint var frá þessu í héraðsfréttablaðinu Feyki á Sauðárkróki, en í bréfinu, sem barst þeim Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni KS, og Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra, þakkar forsetinn myndarskap og samhug í aðdraganda jóla á erfiðum tímum þegar þrengingar eru á mörgum heimilum. Biður Guðni fyrir þakkir og jólakveðjur til alls starfsfólks kaupfélagsins.

Í þakkarbréfi Guðna forseta til Kaupfélags Skagfirðinga segir að í samfélagi okkar finnist þeir því miður ætíð sem þurfa á aðstoð að halda og farsóttin valdi því að enn hafi fjölgað í þeim hópi. „Enginn á að þurfa að þola matarskort í þessu landi. Rausnarleg gjöf kaupfélagsins, sem kynnt var nýlega, mun víða skipta sköpum. Fólk mun fá notið heilnæms fæðis, kjöts, fisks og mjólkurvöru. Ég veit að upp til hópa kunna Íslendingar vel að meta rausn af þessu tagi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert