Menn skora ekki nema skjóta (myndskeið)

Hans Lindberg í kunnuglegri stöðu.
Hans Lindberg í kunnuglegri stöðu. AFP

Danski handknattleiksmaðurinn Hans Lindberg hefur á löngum og glæsilegum ferli verið þekktur fyrir að nýta marktækifærin vel. 

Hans Óttar Lindberg Tómasson er af íslenskum ættum en er öllu þekktari sem Hans Lindberg. Hefur hann unnið til ýmissa verðlauna á ferlinum. Hefur hann skorað hátt í þúsund mörk fyrir félagslið og danska landsliðið eftir tvo áratugi í meistaraflokki. 

Lindberg hefur til dæmis verið fín vítaskytta en eitthvað stóð það í honum að skila tuðrunni rétta leið í leik á móti Minden á dögunum en Lindberg leikur með Füchse Berlín. 

Engu líkara en að Lindberg hafi frosið á vítalínunni en sjón er sögu ríkari. Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði

Í íþróttunum má stundum heyra máltæki á þá leið að menn skori ekki nema skjóta. Ef til vill er það ágæt áminning. 

Lindberg á vítalínunni

Áttaði sig ekki á því að sleppa 

Heppilegra þykir að sleppa takinu. Til dæmis í keiluíþróttinni eins og Sigurður Sigurjónsson sýndi fram á í Áramótaskaupinu 1985. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert