Álftanes og Selfoss með góða sigra

Hrafn Kristjánsson stýrir öflugu liði Álftaness í 1. deildinni.
Hrafn Kristjánsson stýrir öflugu liði Álftaness í 1. deildinni. mbl.is/Hari

Álftanes og Selfoss unnu í gærkvöld mikilvæga sigra í hinni jöfnu og tvísýnu keppni 1. deildar karla í körfuknattleik.

Álftanes sótti Skallagrím heim í Borgarnes og sigraði 91:79. Álftnesingar eru í þriðja sæti með 14 stig og virðast einna líklegastir til að elta Hauka og Hött sem eru með sterkustu liðin í deildinni.

Selfoss lagði Hamar að velli í hörðum grannaslag, 79:76. Sindramenn sem byrjuðu deildina vel töpuðu fyrir Fjölni í Grafarvogi, 103:91, og Haukar unnu auðveldan heimasigur á botnliði ÍA, 108:66.

Haukar eru með 18 stig, Höttur er með 16 en á leik til góða, Álftanes 14, Sindri 12, Selfoss 10, Skallagrímur 8, Hrunamenn 8, Fjölnir 8, Hamar 4 og ÍA er án stiga.

Tölfræði leikjanna í gærkvöld:

Skallagrímur - Álftanes 79:91

Borgarnes, 1. deild karla, 26. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 3:5, 5:14, 13:20, 15:25, 22:32, 31:39, 34:45, 38:47, 40:54, 44:61, 50:63, 54:66, 63:73, 70:84, 77:86, 79:91.

Skallagrímur: Bryan Anthony Battle 26/12 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 16/6 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 13, Simun Kovac 13/18 fráköst, Almar Orn Bjornsson 5/7 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 4, Marinó Þór Pálmason 2.

Fráköst: 36 í vörn, 12 í sókn.

Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 23/7 fráköst/7 stoðsendingar, Friðrik Anton Jónsson 21/10 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 17/7 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 11/5 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 7, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6, Grímkell Orri Sigurþórsson 4, Ásmundur Hrafn Magnússon 2.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 64

Selfoss - Hamar 79:76

Vallaskóli, 1. deild karla, 26. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 1:8, 9:15, 18:19, 23:22, 28:30, 35:34, 43:36, 47:40, 52:44, 53:47, 56:52, 61:59, 66:66, 71:68, 73:74, 79:76.

Selfoss: Trevon Lawayne Evans 34, Gasper Rojko 17/9 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 10/12 fráköst, Vito Smojer 8/4 fráköst, Styrmir Jónasson 6, Sigmar Jóhann Bjarnason 2, Arnar Geir Líndal 2/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.

Hamar: Dareial Corrione Franklin 24/10 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 16/6 stoðsendingar, Maciek Klimaszewski 15/5 fráköst, Joao Goncalo Aires Teixeira Lucas 10/7 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 9/5 fráköst, Haukur Davíðsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 40

Haukar - ÍA 108:66

Ásvellir, 1. deild karla, 26. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 15:2, 20:8, 28:14, 30:19, 33:25, 36:29, 41:35, 46:36, 50:41, 65:46, 74:46, 84:46, 88:49, 95:55, 101:61, 108:66.

Haukar: Shemar Deion Bute 21/10 fráköst, Jose Medina Aldana 17/7 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 12, Finnur Atli Magnússon 11/6 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 11/6 fráköst, Bragi Guðmundsson 10, Emil Barja 7, Ivar Alexander Barja 6/5 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 4/7 stoðsendingar, Þorkell Jónsson 4, Kristófer Kári Arnarsson 3, Ellert Þór Hermundarson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

ÍA: Nestor Elijah Saa 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hendry Engelbrecht 15/7 fráköst, Christopher Khalid Clover 14/6 fráköst, Þórður Freyr Jónsson 12, Tómas Andri Bjartsson 5, Ásbjörn Baldvinsson 2, Júlíus Duranona 1, Aron Elvar Dagsson 1.

Fráköst: 21 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ingi Björn Jónsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 100

Fjölnir - Sindri 103:91

Dalhús, 1. deild karla, 26. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 5:8, 9:15, 14:19, 21:21, 23:26, 29:34, 35:44, 42:51, 46:57, 52:63, 60:66, 68:70, 76:73, 84:78, 94:84, 103:91.

Fjölnir: Dwayne Ross Foreman Jr. 33/10 fráköst, Mirza Sarajlija 23/8 stoðsendingar, Ólafur Ingi Styrmisson 17/10 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson 10/8 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Rafn Kristján Kristjánsson 7/8 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 7, Karl Ísak Birgisson 4, Hilmir Arnarson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 17 í sókn.

Sindri: Detrek Marqual Browning 28, Anders Gabriel P. Adersteg 19/12 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 15/11 stoðsendingar, Patrick John Simon 15/4 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 8/6 fráköst, Birgir Leó Halldórsson 6.

Fráköst: 24 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Stefán Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert