Kominn aftur til Árósa átta árum síðar (myndir)

Mikael Neville Anderson í baráttu við Robert Lewandowski í leik …
Mikael Neville Anderson í baráttu við Robert Lewandowski í leik með íslenska A-landsliðinu gegn því pólska. AFP

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson fékk sannkallaða draumabyrjun þegar hann skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Mikael var áður á mála hjá félaginu um nokkurt skeið.

Mikael, sem er 23 ára gamall, fæddist í Sandgerði og ólst þar upp þar til hann flutti 11 ára gamall til Danmerkur.

Fyrst lék hann með Harlev þar í landi en gekk skömmu síðar til liðs við AGF. Þar var hann á mála frá 2009 til 2013 þegar hann söðlaði um og hélt til Midtjylland, þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2016 og varð Danmerkurmeistari með liðinu árið 2020.

AGF hætti aldrei að fylgjast með honum og reyndi félagið til að mynda að kaupa hann í upphafi sumars en hafði ekki erindi sem erfiði.

Það gekk hins vegar loks að kaupa hann undir lok félagaskiptagluggans og er kaupverðið sagt vera um tvær milljónir evra, sem eru rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.

Á twitteraðgangi AGF er það rifjað upp að Mikael hafi ungur að árum spilað fyrir liðið:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka