fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Arnar segir fjaðrafokið í kringum Albert sorglegt og rifjar upp gamalt atvik – „Maður man alltaf eftir því“

433
Laugardaginn 18. mars 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings Reykjavíkur var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Meðal þess sem bar á góma var mál íslenska knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar sem er ekki í landsliðshópi Íslands fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM í knattspyrnu.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands greindi frá því í samtali við fjölmiðla að Albert hefði ekki sætt sig við að þurfa að verma varamannabekk Íslands í fyrsta leik liðsins gegn Bosníu.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður Íþróttavikunnar spurði gesti sína af hverju það væri verið að eyða svona miklu púðri í Albert Guðmundsson, leikmann sem hefur jafnan ekki náð því besta fram hjá sér með landsliðinu.

„Hann er stór prófíll og hefur verið stjarna frá unga aldri, eiginleg barnastjarna. Það voru miklar væntingar til hans, hann hefur ekki alveg náð flugi með landsliðinu eins og vonir stóðu til en hvað þetta varðar, voru ekki bara allir að vonast til þess að hann gæti komið inn í þennan hóp og tekið því hlutverki sem hann fær. Verið lykilmaður í einhverjum leikjum, ekki öllum og hjálpað okkur í því dauðafæri, sem þessi riðill er, að fara inn á Evrópumótið. Því staðreyndin er bara sú að við vorum mjög heppin með drátt.

Hann ætlar ekki að vera með, hann og Arnar ná ekki saman, og þá þarf það bara að vera þannig. Arnar er ráðinn inn til þess að vinna ákveðna vinnu og hann hlýtur að gera það sem er best fyrir sig til að halda þeirri vinnu.“

Arnar segir sorglegt að svona sé í pottinn búið.

„Nú náttúrulega veit ég ekkert samskiptin þeirra á milli og þess háttar. En fyrst og fremst, fyrir mig sem knattspyrnuáhugamann, er það bara sorglegt að Albert sé ekki að spila fyrir íslenska landsliðið. Þetta er frábær leikmaður og maður man alltaf eftir því á sínum tíma í KR hjá Willum þegar að Albert kom um sumarið og æfði með liðinu. Þar sá maður tilþrif sem maður sér ekki oft hjá íslenskum knattspyrnumönnum. Fyrst og fremst er það bara mjög sorglegt að hann sé ekki að spila fyrir okkar landslið.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
Hide picture