„Gerðum allt sem við gátum“

Orri Freyr Þorkelsson skorar eitt sex marka sinna í leiknum.
Orri Freyr Þorkelsson skorar eitt sex marka sinna í leiknum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Orri Freyr Þorkelsson fann fjölina sína eins og stundum er sagt í MVM höllinni í Búdapest í dag og skoraði sex mörk úr vinstra horninu á móti Króatíu. 

Orri skoraði tvö lagleg mörk seint í leiknum þar sem hann sendi boltann laust yfir höfuðið á Pesic markverði Króatíu. Á þeim kafla þar sem allt var galopið í leiknum. 

„Maður þarf alltaf einhverja aðlögun í öllu sem maður gerir og hvort sem maður spilar fyrir félagslið eða landslið. Þetta var þriðji leikurinn hjá mér og ég fann mig vel. Ég get verið ánægður með mína frammistöðu en það skiptir ekki miklu máli fyrst við töpuðum,“ sagði Orri Freyr þegar mbl.is ræddi við hann. 

Orri í leikum á móti Frökkum.
Orri í leikum á móti Frökkum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Mér fannst vörnin og markvarslan góð í leiknum. Ég er ekki með tölurnar yfir varin skot en ég upplifði það alla vega þannig. Í fyrri hálfleik var erfitt fyrir Króatana að skora,“ sagði Orri og hann sagði að leikurinn hefði getað farið hvernig sem er á lokamínútunum úr því sem komið var. 

„Við gerðum allt sem við gátum til að vinna,“ sagði Orri ennfremur við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert