Valsbanarnir ekki í úrslit

Göppingen sló út Val en féll úr leik í undanúrslitum.
Göppingen sló út Val en féll úr leik í undanúrslitum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Füchse Berlin frá Þýskalandi og Granollers frá Spáni mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta á morgun eftir sigra í undanúrslitum í dag.

Füchse Berlin hafði betur gegn franska liðinu Montpellier í fyrri leik dagsins, 35:29. Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg skoraði átta mörk fyrir Füchse. Julien Bos og Yanis Lenne gerði sex mörk hvor fyrir Montpellier.

Granollers vann 31:29-sigur á Göppingen, sem sló Val úr leik í 16-liða úrslitum. Hinn tvítugi Jan Aregay skoraði níu mörk fyrir Granollers. Josip Sarac og Kresimir Kozina gerðu fimm hvor fyrir Göppingen.

Undanúrslit og úrslit fara fram í Flensburg í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert