Stórsigur Blika í botnslagnum

Samuel Prescott Jr. sækir að körfu Þórs í kvöld.
Samuel Prescott Jr. sækir að körfu Þórs í kvöld. mbl.is/Óttar

Breiðablik vann afar sannfærandi 122:94-heimasigur á Þór frá Akureyri í einvígi tveggja neðstu liða Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku Blikar öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 62:43. Átti Breiðablik ekki í vandræðum með að sigla sigrinum í höfn í seinni hálfleik.

Hilmar Pétursson skoraði 24 stig fyrir Breiðablik og þeir Everage Richardson og Sigurður Pétursson gerðu 20 stig hvor. Reginald Keely skoraði 20 stig og tók 11 fráköst fyrir Þór.

Breiðablik er með fjögur stig, eins og ÍR og Vestri, í 9.-11. sæti. Þór er á botninum án stiga.

Breiðablik - Þór Ak. 122:94

Smárinn, Subway deild karla, 04. desember 2021.

Gangur leiksins:: 4:9, 9:14, 16:20, 23:23, 33:28, 48:32, 53:36, 62:43, 74:52, 86:59, 89:62, 93:69, 103:77, 111:81, 115:91, 122:94.

Breiðablik: Hilmar Pétursson 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Pétursson 20, Everage Lee Richardson 20/9 fráköst/7 stoðsendingar, Samuel Prescott Jr. 19/11 fráköst, Danero Thomas 16/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/6 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 6/4 fráköst, Veigar Elí Grétarsson 4, Arnar Freyr Tandrason 3.

Fráköst: 34 í vörn, 8 í sókn.

Þór Ak.: Reginald Keely 20/11 fráköst/5 stoðsendingar, Atle Bouna Black Ndiaye 18/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 17/4 fráköst, Eric Etienne Fongue 14/5 fráköst, Jérémy Jean Bernard Landenbergue 11, Kolbeinn Fannar Gislason 6, Dúi Þór Jónsson 6/5 stoðsendingar, Smári Jónsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 96

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert