Önnur árás hafi verið gerð á rússneskan flugvöll

Gervihnattarmynd sýnir rússneskar sprengjuflugvélar á Engels-flugvellinum þar sem önnur sprengingin …
Gervihnattarmynd sýnir rússneskar sprengjuflugvélar á Engels-flugvellinum þar sem önnur sprengingin varð í gær. AFP/Maxar Technologies

Drónaárás var gerð á flugvöll í Kursk-héraðinu í Rússlandi sem liggur við landamæri Úkraínu, samkvæmt upplýsingum frá rússneskum yfirvöldum.

Við árásina kviknaði í olíubirgðatanki í grennd við flugvöllinn, að sögn héraðsstjórans Roman Staravojt, sem greindi frá atburðinum á samfélagsmiðlum. 

Hann tekur fram að ekkert mannfall hafi orðið en tilgreindi þó ekki hver bæri ábyrgð á árásinni.

Rússar sökuðu Úkraínumenn í gær um að hafa ráðist á tvo herflugvelli í Rússlandi, annan í ná­grenni borg­ar­inn­ar Rjasan og hinn í Saratov.

Rússar segjast hafa skotið niður drónana en hluti úr þeim hafi fallið til jarðar og sprungið með þeim afleiðingum að þrír létust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert