Úrvalsvísitalan lækkaði í mars

Mest hlutabréfaviðskipti í marsmánuði voru með bréf Arion banka.
Mest hlutabréfaviðskipti í marsmánuði voru með bréf Arion banka.

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 0,6% í mars og stendur vísitalan nú í 2.885,2 stigum.

Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 91,8 milljörðum króna eða 3.990 milljónum á dag. Það er 10,5% lækkun frá fyrri mánuði, en í febrúar námu viðskipti með hlutabréf 4.458 milljónum á dag. Milli ára jukust viðskipti hins vegar um 16,7% en viðskipti í mars 2020 námu 3.419 milljónum á dag. Samkvæmt tilkynningunni voru mest viðskipti í mánuðinum með bréf Arion banka, 38,7 milljarðar, Marels, 7,9 milljarðar, Kviku banka, 6,9 milljarðar, Símans, 6,7 milljarðar og Festar, 5,9 milljarðar.

Heildarfjöldi viðskipta með hlutabréf í mars var 6.106 talsins eða 265 að jafnaði á dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK