Skýrist síðar hvort um hópsmit er að ræða

Egilsstaðir. Mynd úr safni.
Egilsstaðir. Mynd úr safni. mbl.is/Arnar Þór

Smitrakning vegna kórónuveirusmits sem kom upp á Austurlandi í gær gengur vel að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Hinn smitaði tengist tveimur grunnskólum á Egilsstöðum, Egilsstaðaskóla og Fellaskóla, og af þeim sökum fellur skólahald þar niður í dag.

Rögnvaldur sagði á upplýsingafundinum að það ætti eftir að skýrast hvort um hópsmit sé að ræða.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Ljósmynd/Almannavarnir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert