Vatnstjónið ekki enn fullmetið

Mikið vatnstjón varð í Háskóla Íslands í janúar síðastliðnum.
Mikið vatnstjón varð í Háskóla Íslands í janúar síðastliðnum. Kristinn Magnússon

Ekki er enn búið að fullmeta tjónið sem varð þegar vatn flæddi inn í Háskóla Íslands að sögn Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands. „Við erum ekki með nákvæmar tölur um það. Við erum að bíða eftir að fá niðurstöðurnar,“ sagði Jón Atli. 

Mbl.is hefur áður fjallað um að ljóst sé að tjónið sé upp á hundruð milljóna króna. 

Aðspurður segir Jón Atli að það verði að skoða hvort ráðast eigi í frekari endurbætur.  

„Við verðum náttúrlega bara að skoða það. Það eru ýmis tækifæri í þeirri stöðu, að bæta ýmnislegt. Aðalmarkmiðið er að þetta verði allt tilbúið í haust þegar kennslan hefst aftur. En við munum líka nýta tækifærið og skoða hvað má betur fara í ljósi þess sem gerst hefur.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert