fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Kolfinna kallar málið gegn föður sínum „glórulausan vitleysisgang“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. október 2021 18:33

Kolfinna Baldvinsdóttir - Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var í dag tekið fyrir mál ákæruvaldsins gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni. Í ákæru er Jón Baldvin sagður hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega með því að strjúka rassi hennar utanklæða upp og niður.

Carmen var þá stödd í matarboði á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar á Spáni í júní 2018 ásamt móður sinni, yngri systur og íslenskri vinkonu þeirra hjóna.

Sjá einnig: „Jón Baldvin stendur þarna, kallar og æpir, og segir að ef við förum við með þetta í fjölmiðla þá lögsæki hann okkur“

Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins, er allt annað en sátt með að málið gegn föður hennar hafi farið í dómssal. Hún birti færslu á Facebook eftir að málið var tekið fyrir í dag þar sem hún kallaði það „glórulausan vitleysisgang“.

„Jæja, þá er þessum glórulausa vitleysisgangi lokið,“ segir Kolfinna í upphafi færslunnar. Þá er hún með spurningu til ákæruvaldsins. „Mín spurning er einfaldlega þessi: hvað gengur ákæruvaldinu til? Með því að hleypa þessu máli, um rassastroku sem aldrei átti sér stað, eins og vitni staðfesta, inn í dómsal, hvaða afleiðingar hefur það?“

Kolfinna gerir þá lítið úr málinu. „Getum við þá öll sett upp lista um meintar rassastrokur og þrammað okkur niður á lögreglustöð núna? Hefur ákæruvaldið ekki nóg að gera með alvöru glæpi í þessu brotna samfélagi okkar?“

Lesa meira: Bryndísi Schram var mikið niðri fyrir: „Þá hefði það verið í fyrsta skipti sem maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að snerta rassinn á ókunnugri konu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“