Erlent

Eldsvoði í Nuuk rannsakaður sem manndráp

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Fram kemur að konan hafi verið flutt á sjúkrahús í kjölfar brunans, þar sem hún lést af áverkum sínum.
Fram kemur að konan hafi verið flutt á sjúkrahús í kjölfar brunans, þar sem hún lést af áverkum sínum. Martin Zwick/Getty

Lögreglan í Nuuk á Grænlandi hefur til rannsóknar andlát konu sem lét lífið í eldsvoða snemma í morgun. Grunur leikur á að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni en danski miðilinn DR greinir frá.

Fram kemur að konan hafi verið flutt á sjúkrahús í kjölfar brunans, þar sem hún lést af áverkum sínum.

Lögreglan biðlar til almennings og hvetur þá sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt í aðdraganda atviksins, aðfaranótt þriðjudag um að stíga fram. Þá vonast lögreglan einnig til að upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu muni hjálpa til við að varpa ljósi á málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×