Jólasvín J.K. Rowling vaktað dag og nótt

J.K Rowling
J.K Rowling Ljósmynd/Bjartur Veröld

Fyrsta skáldsaga J.K. Rowling fyrir börn og ungmenni síðan hún lauk við bækurnar um Harry Potter verður gefin út um víða veröld þann 12. október næstkomandi. Bókaforlagið Bjartur tryggir að íslenskir lesendur geta nálgast bókina, sem heitir Jólasvínið, á sama tíma og erlendir lesendur, í þýðingu Ingunnar Snædal. Mikil leynd hvílir yfir bókinni og var hún t.d. kölluð Snowball í öllu útgáfuferlinu og urðu allir sem komu nærri henni að undirrita ýtarlega trúnaðaryfirlýsingu.

Sem von er þá hefur bókarinnar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þess er aftur á móti vandlega gætt að engin eintök sleppi út úr húsi fyrir útgáfudaginn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Jólasvínið kemur aftur á móti til Íslands í næstu viku með skipi. Því hefur Bjartur orðið að setja upp sérstakt eftirlitskerfi í lagerhúsnæði forlagsins þar sem fylgst verður með því dag og nótt að enginn rjúfi innsiglin á öllum þeim brettum sem hafa að geyma Jólasvínið. Allt þar til útgáfudagurinn, 12. október rennur upp.

Jólasvínið segir frá Jack sem á sér uppáhaldsleikfang – lítið tuskusvín. Svínið hefur fylgt honum alla tíð, í gegnum súrt og sætt. Þangað til aðfangadagskvöld eitt að hið hræðilega gerist: svínið týnist. En jólanótt er tími kraftaverkanna, nóttin þegar allir hlutir geta lifnað við – jafnvel leikföng. Og nýjasta leikfang Jacks – Jólasvínið (þessi pirrandi staðgengill tuskusvínsins) – fær djarfa hugmynd. Saman leggja þeir upp í ævintýralegan leiðangur í leit að týnda leikfanginu – til að bjarga besta vini Jacks. Hversu langt er Jack tilbúinn til að ganga til að finna uppáhaldsleikfangið sitt?

Bókina prýða teikningar eftir Jim Field en hann er margverðlaunaður myndskreytir.

Jólasvín J.K. Rowling.
Jólasvín J.K. Rowling. Ljósmynd/Bjartur Veröld
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler