Margrét og Nanna elstu núlifandi systur landsins

Margrét Franklínsdóttir á Siglufirði varð 100 ára í gær og …
Margrét Franklínsdóttir á Siglufirði varð 100 ára í gær og efnt til kökuveislu af því tilefni mbl.is/Sigurður Ægisson

siglufjörður | Margrét Franklínsdóttir á Siglufirði átti 100 ára afmæli í gær, sú fyrsta á þessu ári (af 37) og sú eina í janúar, að sögn Jónasar Ragnarssonar sem heldur úti vefnum Langlífi. Margrét fæddist 10. janúar 1922 í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu og er 12. í röð 13 alsystkina, barna þeirra hjóna Franklíns Jónssonar frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og konu hans, Andreu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Kollafirði. Níu þeirra náðu 90 ára aldri. Móðir þeirra, Andrea, sem bjó síðustu árin á Siglufirði og lést þar 1979, varð 97 ára.

Nanna Franklínsdóttir.
Nanna Franklínsdóttir. mbl.is/Sigurður Ægisson

Maki Margrétar var Halldór Guðmundur Bjarnason sjómaður og verkamaður, fæddur 25. desember 1912 í Strandasýslu, dáinn 6. janúar 1998, 85 ára. Þau fluttu til Siglufjarðar 1946 og bjuggu fyrst á Hvanneyrarbraut 21b en lengst af á Hlíðarvegi 32. Margrét fór á sjúkrahúsið á Siglufirði fyrir rúmum tveimur árum og er farin að sjá illa en er mjög minnug og fylgist vel með. Margrét er sjöundi íbúi Siglufjarðar sem nær hundrað ára aldri og einn í viðbót getur náð þessum áfanga á árinu.

Á sjúkrahúsinu á Siglufirði er einnig systir hennar, Nanna, 105 ára síðan 12. maí í fyrra. Ein systir þeirra, sem dó árið 2015, Anna Margrét, varð einnig 105 ára. Þær Margrét og Nanna eru elstu núlifandi systur landsins, 205 ára og átta mánuðum betur, og gætu slegið Íslandsmetið í langlífi systkina á komandi sumri.

Gunnhildur Erla, dóttir Margrétar, les fyrir móður sína kveðju sem …
Gunnhildur Erla, dóttir Margrétar, les fyrir móður sína kveðju sem barst í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert