Stjórnmál sem svara kalli tímans

Kristrún Frostadóttir segir að markaðurinn sé mannanna verk. Við semjum sjálf leikreglurnar í okkar samfélagi.

Auglýsing

Hinn frjálsi mark­aður kemur ekki af himnum ofan. Í heimi umfangs­mik­illa gagna og rann­sókna höfum við í auknum mæli leitað að hlut­lausum lausnum, nið­ur­stöðum sem hægt er að reikna sig niður á, hald­reipi um bestu mögu­legu útkomu án þess að vottur af póli­tík sé til stað­ar. Gagna­drifnar aðgerðir og ákvarð­anir geta sköpum skipt. En allt er aðstæðum háð, for­send­urnar og leik­regl­urnar sem við störfum eftir móta nefni­lega nið­ur­stöð­una. Sú nið­ur­staða er langt í frá hlut­laus þó hún sé afleið­ing frjálsra við­skipta. Hún byggir á ákvörð­unum stjórn­mála­manna. Stjórn­mál skipta máli.

Stór hluti fjár­magns sem veitt var út í hag­kerfið í fyrra í gegnum banka­kerfið rann inn á fast­eigna­markað og dreif áfram sögu­lega miklar hækk­anir á íbúða­verði. Þar var hinn frjálsi mark­aður að verki. Innan þess ramma sem hið opin­bera hafði skapað hon­um. Útreikn­ingar á áhættu­töku banka taka mið af reglum sem við sjálf setj­um, og þar vill svo til að hús­næð­is­lán eru áhættu­minnst. 

Stjórn­völd bera ábyrgð á því að sníða mark­að­inn í mann­legra form og bregð­ast við mark­aðs­brestum líkt og þess­um. Enda er mark­að­ur­inn mann­anna verk. Við semjum sjálf leik­regl­urnar í okkar sam­fé­lagi. Við verðum að hafa stjórn­völd sem skilja þetta sam­spil ríkis og einka­geira. Sveigj­an­leiki þarf að vera til staðar til að bregð­ast við breyttri heims­mynd eftir því sem sam­fé­lagið þró­ast. 

Núver­andi stjórn­ar­flokkar vita þetta reyndar alveg, þó oft sé talað um mik­il­vægi þess að ríkið sé ekki fyrir fólki – ekki fyrir einka­geir­anum – í stað þess að benda á hið aug­ljósa; hvers mik­il­vægur rammi stjórn­valda er fyrir blóm­strandi atvinnu­líf hér á landi. Þau lönd í heim­inum sem eiga við hvað mestu efna­hags­legu erf­ið­leika að stríða eru lönd með veikar opin­berar stofn­anir og opin­bera inn­við­i. 

Auglýsing
Dæmi um leik­reglur sem var breytt á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili og hafði umtals­verð áhrif á sam­fé­lagið var útreikn­ingur á veiði­gjalds­stofni. Með breyt­ingum á einni grein í lögum um veiði­gjald árið 2018 var útgerðum gert kleift að draga frá veiði­gjalds­stofni tug­pró­senta afskriftir af skipum sínum á meðan venju­leg fyr­ir­tæki mega aðeins styðj­ast við nokk­urra pró­senta frá­drátt í bók­halds­út­reikn­ingi fyrir hagn­að. Aðra eins upp­hæð, allt að 10-20% af virði skipa, má nú einnig draga frá sem áætl­aðan vaxta­kostnað þrátt fyrir að slík aðferða­fræði ofmeti vaxta­kostnað allt að sexfalt. Hefur þetta orðið til þess að veiði­gjaldið á Íslandi hefur hrunið og var í fyrra minna en það sem Íslend­ingar greiddu sam­tals í tóbaks­gjald. Allt er þetta mann­anna verk, okkar eigin regl­ur.

Sama við­horf í setn­ingu leik­reglna hefur orðið til þess að í dag er skatt­byrði eigna­mesta eina pró­sents­ins lægra en stórs hluta almenns launa­fólks á Íslandi. Hræðslu­á­róður um áhrif stór­eigna­skatts á þennan hóp, hóf­legan skatt sem kemur í veg fyrir að eignir vindi upp á sig og valdi sam­fé­lags­rofi hér inn­an­lands þar sem fjöl­skyldu­bak­grunnur hefur í auknum mæli áhrif á vel­gengni fólks, hefur borist frá stjórn­ar­flokk­un­um. Rætt er um ósann­girni og letj­andi áhrif á fjár­fest­ingu, atvinnu­tæki­færi, hag­vöxt. Hér er öllu snúið á haus. Sem kemur svo sem ekki á óvart, enda er heims­mynd okkar jafn­að­ar­manna ólík íhalds­ins sem skilur ekki að grunn­ur­inn sem sam­fé­lagið vex á er það sem heldur því sam­an, ekki hvað ger­ist í efsta þrep­in­u. 

Hvernig dettur fólki í hug að tala um ósann­girni í þessu sam­hengi án þess að minn­ast á skatt­heimtu öryrkja og eldri borg­ara sem greiða í raun hæstu skatt­ana hér á landi? Stór hluti rík­is­stjórn­ar­innar skortir skiln­ing á því hvað það er sem gerir landið okkar sam­keppn­is­hæft. Fólk­ið. Fram­tíð­ar­störfin hér á landi munu fel­ast í hug­viti, nýsköp­un, þekk­ing­ar­iðn­aði og greinum þar sem tæki­færi eru til að stað­setja störf í auknum mæli án stað­setn­ing­ar. Í þessu fel­ast gíf­ur­leg tæki­færi fyrir litla þjóð, hvað þá lítil byggð­ar­lög út á landi. En það sem ræður því hvar fólk ákveður að setj­ast að til að sinna fær­an­legu starfi eru lífs­kjör. Þar erum við í sam­keppni inn­an­lands en fyrst og fremst við allan heim­inn - einna helst nágranna­ríki okk­ar. 

Stjórn­mála­flokkar sem átta sig á þess­ari heims­mynd skilja nefni­lega mik­il­vægi þess að bæta kjör meiri­hlut­ans, ekki minni­hlut­ans. Skilja hvers vegna það er atvinnu- og hag­vaxt­ar­hvetj­andi að leið­rétta skatt­byrði hér á landi, með breyttri for­gangs­röð­un. Því efsta eina pró­sentið getur aldrei komið jafn­miklu í verk og restin af sam­fé­lag­inu, getur aldrei skapað jafn­mikil verð­mæti og hin 99%. Þess vegna er það góð og ábyrg hag­stjórn að lækka skatt­byrði milli­tekju­fólks, barna­fólks, öryrkja sem vilja vinna í auknum mæli, og draga úr fjár­hags­erf­ið­leikum eldri borg­ara sem þurfa ann­ars að reiða sig um of á aðstoð skyld­menna sem eru minna virk á öðrum víg­stöðum fyrir vikið vegna álags. Þetta er hægt með rétt­látri til­færslu skatt­byrð­ar. Það er póli­tísk aðgerð.

Aðgerðir rík­is­ins á hús­næð­is­mark­aði sem halda aftur af verð­hækk­unum geta dregið úr verð­bólgu, launa­þrýst­ingi og sparað heim­il­um, fyr­ir­tækjum og rík­inu umtals­verðar upp­hæðir á ári hverju. Opin­berir sjóðir sem styðja við orku­skipti og græna atvinnu­bylt­ingu í sam­starfi við einka­geir­ann geta gert litlum fyr­ir­tækjum um land allt kleift að sækja sér fjár­magn sem ann­ars hefði verið ómögu­legt sökum stað­setn­ingar og bresta á fjár­magns­mark­aði. Við gætum þannig virkjað betur hið opin­bera fé sem rennur árlega í inn­viði okkar til að und­ir­búa fólk fyrir spenn­andi störf sem þurfa að vera til stað­ar. Á stöðum þar sem lífs­kjör eru góð og fólk vill búa.

Við verðum að víkka sjón­deild­ar­hring­inn, hrista af okkur úreltar hug­myndir um heim­inn og breyta nálgun okkar í hag­stjórn ef vilji er fyrir því að halda sam­fé­lag­inu sam­heldnu og atvinnu­líf­inu virku. Mark­aðs­hag­kerfið er um margt gott en sam­fé­lags­legu afleið­ingar þess eru á okkar ábyrgð og nið­ur­stöð­urnar ekki hlut­lausar eða nátt­úru­leg­ar. Leik­regl­urnar eru okk­ar. Skiln­ingur á mik­il­vægi virks ríkis í mark­aðs­hag­kerfi liggur í erfða­mengi jafn­að­ar­manna. Mik­il­vægi sam­fé­lags­legra sjón­ar­miða í sköpun verð­mæta. Þetta má sjá á hinum Norð­ur­lönd­unum þar sem sós­í­alde­mókratar leiða nú allar rík­is­stjórn­ir. Höfum það eins á Íslandi og kjósum Sam­fylk­ing­una á laug­ar­dag­inn.

Höf­undur er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar