SÁÁ enn til rannsóknar hjá saksóknara

Á Á Vogi er boðið upp á sérhæfðar meðferðir við …
Á Á Vogi er boðið upp á sérhæfðar meðferðir við fíknisjúkdómum. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Þetta snýst ekki um einhver fjársvik, þetta snýst um að það var ekki samningur. Við erum ekki að draga okkur neitt fé, það er rangt. Þetta er túlkunaratriði á samningi,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, í samtali við Morgunblaðið.

Í bréfi dagsettu 29. desember 2021 frá Ara Matthíassyni, deildarstjóra eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), til Einars Hermannssonar, stjórnarformanns SÁÁ, krefja Sjúkratryggingar SÁÁ um tæplega 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni.

Sjúkratryggingar sendu málið til saksóknara og Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti við Morgunblaðið í gær að mál SÁÁ væri enn til rannsóknar. Hann sagðist ekki geta farið út í nein smáatriði önnur en þau sem hafa þegar verið nefnd í fjölmiðlum.

„Eftirlitið frá SÍ snýst um fjarþjónustuna og fjarviðtölin sem voru veitt í Covid-19-faraldrinum sem enginn samningur er til um. Við brugðumst við eins og allir aðrir, það voru allir sendir heim að vinna og máttu hvergi mæta,“ segir Anna Hildur.

Nánari umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert