Tildrög eldsvoða í hjólhýsi óljós

Frá vettvangi brunans.
Frá vettvangi brunans. Ljósmynd/Aðsend

Enn er óljóst hvað varð til þess að eldur kviknaði í hjólhýsi í Laugardalnum í síðustu viku. Það var alelda þegar slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang. 

Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa niðurstöður ekki komið frá tæknideild og eldsupptök því enn óljós.

Enginn var í hjólhýsinu þegar eldurinn kviknaði og ekki urðu slys á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert