Skelfileg tækling FH-ingsins verðskuldar „margra leikja bann“

FH-ingar stökkva til að verjast aukaspyrnu í leiknum.
FH-ingar stökkva til að verjast aukaspyrnu í leiknum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valsarinn Aron Jóhannsson var allt annað en sáttur við tæklingu FH-ingsins Grétars Snæs Gunnarssonar í leik liðanna í 32-liða úrslitum bikarsins í fótbolta í gærkvöldi. 

Valur vann leikinn, 3:0, en hann fór fram á Hlíðarenda. 

Grétar Snær fór mjög harkalega aftan í Adam Ægi Pálsson á 86. mínútu og fékk verðskuldað rautt spjald. 

Hagar sér eins og lítill krakki

Í viðtali við RÚV eftir leik var liðsfélagi Adams Ægis, Aron Jóhannsson, mjög ósáttur við tæklinguna. 

„Svo kemur Grétar Snær með einhverja tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann. Hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum. 

Það er munur að á að vera með heimskuleg brot eða smá æsing. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagar sér eins og lítill krakki á vellinum. 

Hann er heppinn að Adam meiðist ekki alvarlega,“ sagði Aron. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert