fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Fleiri konur en karlar hafa tekið eftir umræðu um #metoo – 5% telja neikvætt að umræðan hafi átt sér stað

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfjöllun um nýja #metoo-bylgju hefur ekki farið fram hjá mörgum landsmönnum en ríflega 81% landsmanna hafa tekið mikið eftir henni undanfarið, 11% hafa hvorki tekið mikið né lítið eftir henni, um 4% frekar lítið en rúmlega 3% mjög lítið eða ekkert. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Konur hafa tekið meira eftir umfjölluninni en karlar og fólk með meiri menntun hefur tekið meira eftir umfjölluninni en fólk með minni menntun. 89% kvenna hafa tekið mikið eða mjög mikið eftir umfjölluninni samanborið við 74% karla.

Flestir telja jákvætt að umfjöllunin fari fram, eða ríflega 84%, einn af hverjum tíu telur það hvorki jákvætt né neikvætt en ríflega 5% telja það neikvætt.

Konur telja frekar jákvætt að umfjöllunin fari fram en karlar og fólki finnst það jákvæðara eftir því sem það er yngra. Íbúum höfuðborgarsvæðisins finnst það einnig jákvæðara en íbúum landsbyggðarinnar, og fólki með meiri menntun jákvæðara en fólki með minni menntun. Loks eru þeir sem hafa tekið mikið eftir umfjölluninni líklegri til að telja jákvætt að hún fari fram en þeir sem hafa tekið lítið eftir henni.

Mynd/Gallup.is

Umfjöllunin virðist hafa komið af stað víðtækri samræðu í samfélaginu því ríflega sex af hverjum tíu segjast hafa rætt við einhvern um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi í kjölfar umfjöllunarinnar. Flestir hafa rætt málefnið bæði við manneskju af sama og öðru kyni en það sjálft, eða 42%, ríflega 11% hafa aðeins rætt það við manneskju af öðru kyni en það sjálft og nær 9% hafa aðeins rætt það við manneskju af sama kyni.

Konur hafa frekar rætt málefnið við einhvern í kjölfar umfjöllunarinnar en karlar, en 68% kvenna hafa gert það á móti tæplega 57% karla. Konur eru einnig líklegri en karlar til að hafa bæði rætt málefnið við manneskju af sama og öðru kyni en þær sjálfar. Karlar eru líklegri til að hafa rætt málefnið við manneskju af öðru kyni en við annan karlmann, á meðan konur eru líklegri til að hafa rætt það við aðra konu en manneskju af öðru kyni.

Fólk er að jafnaði líklegra til að hafa rætt málefnið við einhvern í kjölfar umfjöllunarinnar eftir því sem það er yngra. Þannig hefur 81% fólks undir þrítugu gert það á móti 48% fólks yfir sextugu. Þeir sem hafa meiri menntun eru einnig líklegri til að hafa gert það en þeir sem hafa minni menntun að baki. Nær 69% þeirra sem hafa tekið mikið eftir umfjölluninni hafa rætt málefnið en tæplega 23% þeirra sem hafa tekið lítið eftir henni. Ríflega 65% þeirra sem telja jákvætt að umfjöllunin fari fram hafa rætt málefnið en um 39% þeirra sem telja það neikvætt.

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 14.-27. maí 2021.

Þátttökuhlutfall var 45,3%, úrtaksstærð 1.796 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki