Pössuðu ekki í treyjur Gylfa og Arons

„Tengdapabbi minn safnar treyjum,“ sagði Snorri Helgason, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is í Leifsstöð í morgun.

Snorri er á leið til Wroclaw í Póllandi til þess að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gegn Úkraínu í úrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

„Við fórum í skápinn hjá tengdapabba í gær og það voru örugglega um 50 treyjur þarna,“ sagði Snorri.

„Margar þeirra voru notaðar treyjur af Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni en við pössuðum ekki í þær,“ sagði Snorri meðal annars en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert