Tilkynnt um mann að hoppa upp í bíla

Ýmis mál komu til kasta lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í dag. Meðal mála sem lögregla fékkst við voru þjófnaðir, innbrot og alelda hjólhýsi. 

Um 11.30 í dag var tilkynnt um mann sem var að hoppa upp í bíla í miðbænum. Þá kemur fram að hann hafi hlaupið í burtu er lögreglu bar að garði. Rétt upp úr tólf var síðan tilkynnt um yfirstaðið innbrot í heimahúsi í miðbænum. 

Um ellefuleytið var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun í Laugardalnum. 

Um tvöleytið barst tilkynning um farþega sem neitaði að greiða fyrir fargjald í leigubíl í Laugardalnum. Sá var handtekinn en látinn laus að upplýsingatöku lögreglu lokinni.

Upp úr tvö var tilkynnt um mann sem hafði reynt að brjóta sér leið inn á stigaganga í nokkrum fjölbýlishúsum í Hlíðunum. Ekki er víst hvort nokkuð hafi verið tekið.

Rétt að verða þrjú í dag var tilkynnt um tilraun til innbrots í heimahús í Vesturbænum, sem líklega átti sér stað í nótt. Þá barst tilkynning um fjögurleytið um þjófnað á úlpu í fataverslun í miðbænum.

15:30 var tilkynnt innbrot í bifreið í bílakjallara í Hlíðunum. Tilkynnt var að eld­ur kom upp í hjól­hýsi á Smiðju­vegi í Kópa­vogi laust eft­ir klukk­an 17 í dag.

Miklar annir hafa verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa.
Miklar annir hafa verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert