Völsungar komu á óvart á móti HK

Tamas Kaposi, þjálfari og leikmaður Völsungs, smassar boltann yfir netið …
Tamas Kaposi, þjálfari og leikmaður Völsungs, smassar boltann yfir netið í leiknum gegn HK í gær. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Völsungar, sem eru um miðja 1. deildina, veittu úrvalsdeildarliði HK harða keppni í gær þegar liðin mættust í fyrstu umferð bikarkeppni karla í blaki, Kjörísbikarsins, á Húsavík.

Völsungar komu á óvart með því að vinna fyrstu hrinuna 25:23 eftir harða keppni. HK sneri blaðinu við í annari hrinu og vann hana, 25:10. Eftir það var HK með undirtökin, vann 25:15 og 25:19, og leikinn þar með 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert