Lögregla kölluð til vegna öskrandi manns

Þegar lögreglan kom á vettvang heyrðist hvorki né sást til …
Þegar lögreglan kom á vettvang heyrðist hvorki né sást til mannsins sem hafði verið að öskra. Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna tilkynninga um öskrandi mann. Þegar lögreglan kom á vettvang sást hvorki né heyrðist til mannsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Bifreið og rafhlaupahjól í umferðaróhappi

Þá hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði sofnað í verslun í Háaleiti og af manni sem var í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur en sá var búinn að valda eignaspjöllum á nokkrum bifreiðum í nærumhverfi sínu. Aðilinn var handtekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu í þágu rannsókn málsins.

Í dagbók lögreglu kemur jafnframt fram að bifreið og rafhlaupahjól hafi skollið saman í umferðaróhappi en að enginn hafi slasast. Málið var afgreitt með útfyllingu á tjónaformi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka