Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 25. september 2022 13:35
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Ég er rétta manneskjan til að fara með England á HM
Mynd: EPA

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englendinga hefur fengið gagnrýni eftir að England féll úr A-deild Þjóðadeildarinnar með tapi gegn Ítalíu um helgina.


Englendingar hafa staðið sig hörmulega í Þjóðadeildinni í ár og eru með tvö stig eftir fimm umferðir. England tapaði meðal annars tveimur leikjum gegn Ungverjalandi og er með markatöluna 1-7.

Southgate hefur fulla trú á því að liðið muni smella saman á HM í Katar eftir að hafa hreppt í silfurverðlaun á EM í fyrra.

„Ég verð að samþykkja að staðan er svona. Ég held að ég sé rétta manneskjan til að fara með hópinn á lokamótið, ég veiti leikmönnum mikilvægan stöðugleika," sagði Southgate.

„Frammistaðan gegn Ítalíu var ekki svo slæm og eina ástæðan fyrir því að fólk er að bregðast svona við er vegna þess að við erum búnir að tapa nokkrum leikjum í röð. Það er mikilvægt að aðskilja Þjóðadeildina frá heimsmeistaramótinu.

„Ég hef fulla trú á að liðið smelli saman á lokamótinu. Við höfum verið að spila gegn erfiðum andstæðingum og vitum nákvæmlega hvað þarf til þess að eiga gott mót. Gæðin eru til staðar, við höfum ekki áhyggjur af því."

Southgate hefur verið við stjórnvölinn hjá enska landsliðinu síðan 2016 en þar áður stýrði hann U21 landsliðinu í þrjú ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner