Listaverk Thorvaldsen sýnd í kvöld

Stytta af Thorvaldsen er í Hljómskálagarðinum í Reykjavík.
Stytta af Thorvaldsen er í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Aðalfundur verður haldinn hjá dansk-íslenska félaginu í dag, 1. febrúar kl. 20, í húsi Vigdísar. Sigurður E. Þorvaldsson læknir mun flytja erindið: „Á SLÓÐUM THORVALDSENS - Frá Kaupmannahöfn til Rómar og Reykjavíkur".

Hann mun sýna myndir af fjölmörgum listaverkum hins víðkunna íslensk-danska myndhöggvara sem stytta er af í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Faðir listamannsins var skagfirski myndskurðarmeistarinn Gottskálk Þorvaldsson en móðir hans jósk, Karen Dagnes.

Thorvaldsen sýndi þegar á barnsaldri, þegar faðir hans tók hann með sér til starfa, einstæða listræna hæfileika. Átti hann glæstan listferil, náði því að vera talinn fremsti myndhöggvari álfunnar. Thorvaldsen gaf „Íslandi, ættarlandi sínu“ forláta skírnarfont höggvinn í marmara sem er í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Á fundinum verður lögð fram tillaga að nýjum lögum fyrir félagið og eru allir félagsmenn hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert