Enn einn sigurinn hjá Brasilíumönnum

Neymar og Lucas Paqueta fagna marki í nótt.
Neymar og Lucas Paqueta fagna marki í nótt. AFP

Brasilía vann tíunda leikinn í undankeppni HM í knattspyrnu í Brasilíu í nótt og er liðið nánast öruggt um sæti á HM í Katar. 

Brasilíumenn hafa unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli til þessa og eru með sex stiga forskot á Argentínu í Suður-Ameríkuriðlinum. Brasilía vann Úrúgvæ 4:1 en Úrúgvæ er í 5. sæti með 16 stig. 

Argentína vann Perú 1:0, Síle sigraði Venesúela 3:0, Kólumbía og Ekvador gerðu 0:0 jafntefli og Bólivía vann Paragvæ 4:0. 

Lionel Messi í leiknum gegn Perú.
Lionel Messi í leiknum gegn Perú. AFP

Ekvador er í 3. sæti með 17 stig og Kólumbía í 4. sæti með 16 stig. 

Úrslit:

Brasilía - Úrúgvæ 4:1

Neymar 10., Rapinha 18., 58., Gabriel Barbosa 83. - Luis Suárez 77.

Argentína - Perú 1:0

Lautaro Martínez 43. 

Síle - Venesúela 3:0 

Erick Pulgar 18., 37., Ben Bereton 73.

Kólumbía - Ekvador 0:0

Bólivía - Paragvæ 4:0

Rodrigo Ramailo 21., Moisés Villarroel 53., Victor Abrego 84., Roberto Fernéndez 90. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert