Veikindin opnuðu augu mín

Vésteinn Hafsteinsson er nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ.
Vésteinn Hafsteinsson er nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ. Ljósmynd/Guðmundur Karl

„Ég hef fengið mikla hjálp frá læknum og sálfræðingum. Það má segja að sérfræðingarnir hafi opnað augu mín. Ég sé betur hvað er mér mikilvægast í lífinu og hvað er mikilvægast eiginkonu minni og fjölskyldu,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ, í viðtali við sænska ríkissjónvarpið í gær.

„Ég verð þeim sem hjálpuðu mér ævinlega þakklátur, þeir hafa breytt lífi mínu. Nú fær þjálfarinn að vera í öðru sæti.“

Tími fjölskyldunnar

Vésteinn sagði frá því þegar hann lenti í kulnun eftir að hafa verið farsæll þjálfari um 25 ára skeið. Hann var fjarri góðu gamni á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en snéri til baka á Evrópumeistaramótinu síðasta sumar.

„Ég hef alltaf sýnt vinnunni mikinn metnað og ákafa á löngum þjálfaraferli en bak við þjálfarann er einstaklingur sem einnig er eiginmaður, faðir og svo framvegis. Ég hef ekki sinnt þeim hlutverkum nægilega vel. Þjálfarinn hefur staðið sig vel en nú mun ég reyna að vera góður eiginmaður og faðir.

Ég mun auðvitað leggja mig fram og standa mig vel í starfi mínu sem afreksstjóri ÍSÍ en ég hef engar áhyggjur af því að ég muni keyra mig út þar því ég er með góðan verkfærakassa frá sérfræðingunum í farteskinu og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að haga mér og mínu lífi.“

Gerum þetta almennilega

Viðtal við Véstein er í Morgunblaðinu í dag þar sem hann ræðir starf afreksstjóra ÍSÍ og þær hugmyndir sem stendur til að hrinda í framkvæmd á Íslandi til að styðja við afreksíþróttafólk.

„Ég væri ekki að koma heim nema til að gera þetta al­menni­lega og með miklu fjár­magni. Fyrst það er stefn­an finnst mér verk­efnið mjög spenn­andi,“ sagði Vé­steinn í viðtali við Morgunblaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert