Drift-meistaramótið hafið

Skjáskot úr fyrstu umferð Drift Meistaramóts GT Akademíunnar.
Skjáskot úr fyrstu umferð Drift Meistaramóts GT Akademíunnar. Skjáskot/Twitch/KPS Esports

Fyrsta umferðin í Drift-meistaramóti GT-akademíunar fór fram á sunnudaginn en hún var sú fyrsta af sjö.

Fyrsta sætinu hampaði Kristján Þorgils Guðjónsson, í öðru sæti situr Auðunn Magni Björgvinsson og Hrafnkell Rúnarsson lenti í þriðja sæti.

Alls mættu ellefu keppendur til leiks og var streymt frá keppninni á twitch-rás kps esports en það er rafíþróttalið sem keppir í ýmsum rafíþróttum ásamt því að standa fyrir slíkum mótum og streyma frá þeim.

Keppt er annan hvern sunnudag og fara allar keppnir fram í GT-akademíunni þar sem leikmenn aka á sérhönnuðum bílum fyrir slíka keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert