Viðskipti innlent

Í öðrum erindagjörðum í Króatíu en að sóla sig með frúnni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Jónsson hefur ekki séð mikið til sólar á suðvesturhorninu undanfarnar vikur frekar en aðrir landsmenn. Nú er júní mættur og vonandi bjartari tímar fram undan, veðurfarslega að minnsta kosti.
Ásgeir Jónsson hefur ekki séð mikið til sólar á suðvesturhorninu undanfarnar vikur frekar en aðrir landsmenn. Nú er júní mættur og vonandi bjartari tímar fram undan, veðurfarslega að minnsta kosti. Vísir/VIlhelm

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er kominn til landsins frá Króatíu þar sem hann hélt erindi um efnahagsmál á alþjóðlegri ráðstefnu í Dubrovnik í Króatíu. Hann stýrði pallborðsumræðum um alþjóðlega bankakerfið á ráðstefnunni.

Fram kom í Stjörnulífinu á Vísi á þriðjudaginn að Ásgeir hefði verið meðal fjölmargra Íslendinga sem var á suðrænum slóðum liðna helgi. Unnusta Ásgeirs var með í för og birti mynd af sér á sundlaugabakka á glæsilegu hóteli í Dubrovnik sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna í Króatíu.

Um er að ræða Hótel Palace í króatíska bænum þar sem ráðstefnan var haldin. Fram kemur á vef ráðstefnunnar að aðeins þeir sem fá boð geti sótt hana. Bankastjórar, bankastarfsmenn og blaðamenn voru á meðal 98 boðsgesta.

Fram kemur á heimasíðu Seðlabanka Íslands að Ásgeir hafi stýrt pallborðsumræðum sem báru yfirskriftina: Banking: Troubles on horizon or idiosyncratic shocks? Þar er þeirri spurningu velt upp hvort vandamál séu í sjónmáli í bankakerfinu.

Fjallað var um að hversu miklu leyti nýlegt gjaldþrot banka í Bandaríkjunum og yfirtaka UBS í Sviss væri vegna uppsöfnunar áhættu í fjármálakerfinu og hvaða þættir hefðu áhrif á horfur um alþjóðlegt fjármálakerfi.

Styrkþegar úr menningarsjóði Jóhannesar Nordal ásamt seðlabankastjóra, formanni úthlutunarnefndar og formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands.Seðlabankinn

Ráðstefnan stóð yfir frá fimmtudegi til laugardags og kom Ásgeir aftur til landsins á mánudag. Hann var viðstaddur úthlutun úr menningarsjóði tengdum Jóhannesi Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, í gær.

Erindi seðlabankastjóra má finna hér að neðan, á ensku.

Tengd skjöl





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×