Afar gott skor í Las Vegas

Robert Streb fór á kostum í eyðimörkinni.
Robert Streb fór á kostum í eyðimörkinni. AFP

Gott skor lét ekki á sér standa þegar vel skipað mót á PGA-mótaröðinni í golfi hófst í Las Vegas í gær. 

Flestir af bestu kylfingum heims eru með í mótinu en margir þeirra hafa ekki leikið síðan í Ryder-bikarnum í síðasta mánuði. 

Það voru þó ekki þeir allra þekktustu sem byrjuðu best í gær. Bandaríkjamennirnir Robert Streb og Keith Mitchell áttu báðir magnaða hringi. Streb var á 61 höggi og er á ellefu undir pari. Mitchell lék á 62 höggum. Streb var kominn sjö högg undir par eftir aðeins sex holur. 

Skorið var almennt mjög gott en ekki náðu sér allir á strik eins og gengur. Dustin Johnson var á tveimur yfir pari og er á meðan neðstu manna. Neðstur er Jason Kokrak sem sigraði á mótinu í fyrra en hann lék á 77 höggum.

Skor hjá nokkrum þekktum kylfingum: 

Sergio Garcia -7

Viktor Hovland - 7

Hideki Matsuyama - 6

Cameron Smith - 6

Rickie Fowler - 6

Jordan Spieth - 6

Collin Morikawa -5

Brooks Koepka -5

Rory McIlroy -4 

Xander Schauffele - 3

Rickie Fowler lék á sex höggum undir pari en hann …
Rickie Fowler lék á sex höggum undir pari en hann þarf á góðri frammistöðu að halda á næstu mánuðum ef hann ætlar sér ekki að missa af Masters eins og fyrr á þessu ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert