Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi

Freyja Egilsdóttir Mogensen.
Freyja Egilsdóttir Mogensen. Ljósmynd/Aðsend

Flemm­ing Mo­gensen, sem var ákærður fyr­ir að hafa myrt Freyju Eg­ils­dótt­ur Mo­gensen 29. janú­ar, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði í morgun fyrir dómi að hafa myrt Freyju.

Árið 1996 hlaut Flemming tíu ára dóm fyr­ir að drepa tví­tuga barn­s­móður sína þegar son­ur þeirra, Alex, var aðeins tveggja ára.

Flemming sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði ekki fengið þá hjálp sem hann þurfti eftir að hann framdi fyrra morðið.

„Mér finnst eins og ég hafi ekki verið tekinn nógu alvarlega, þegar ég ræddi við geðlækna og lækna,“ sagði Flemming.

Alex, sonur Flemmings, sagði í nýrri heimildarmynd hann vera skapmikinn og lítið þyrfti til að hann missti stjórn á skapi sínu.

Alex sagðist gjarn­an vilja vita hvað var á seyði í höfði föður síns áður en hann myrti Freyju, hvort hann hefði skipu­lagt morðið eða hvort það hefði verið framið í stund­ar­brjálæði. Einnig sagði hann að faðir sinn og Freyja hefðu rif­ist mikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert