Þrenna hjá Ronaldo gegn Lúxemborg

Cristiano Ronaldo brosti breitt í kvöld.
Cristiano Ronaldo brosti breitt í kvöld. AFP

Leikmenn Lúxemborgar réðu lítið við gamla brýnið Cristiano Ronaldo í kvöld þegar Portúgal og Lúxemborg mættust í Portúgal í kvöld í undankeppni HM karla í knattspyrnu. 

Ronaldo skoraði þrennu í 5:0 sigri en tvö fyrstu mörkin skoraði hann af vítapunktinum. Bruno Fernandes skoraði einnig sem og Joao Palhinta. 

Serbía er í efsta sæti riðilsins með 17 stig eftir 7 leiki en Portúgal er með 16 stig eftir 6 leiki. Serbía vann Aserbaídsjan 3:1 í kvöld. 

Úrslit kvöldsins: 

A-RIÐILL:
Portúgal – Lúxemborg 5:0
Serbía – Aserbaídsjan 3:1
Staðan:
Serbía 17, Portúgal 16, Lúxemborg 6, Írland 5, Aserbaídsjan 1.

B-RIÐILL:
Kósovó – Georgía 1:2
Svíþjóð – Grikkland 2:0
Staðan:
Svíþjóð 15, Spánn 13, Grikkland 9, Kósovó 4, Georgía 4.

C-RIÐILL:
Búlgaría – N-Írland 2:1
Litháen – Sviss 0:4
Staðan:
Ítalía 14, Sviss 14, Búlgaría 8, N-Írland 5, Litháen 3.


D-RIÐILL:
Kasaktstan – Finnland 0:2
Úkraína – Bosnía 1:1
Staðan:
Frakkland 12, Úkraína 9, Finnland 8, Bosnía 7, Kasaktstan 3.

F-RIÐILL:
Danmörk – Austurríki 1:0
Færeyjar – Skotland 0:1
Ísrael – Moldóva 2:1
Staðan:
Danmörk 24, Skotland 17, Ísrael 13, Austurríki 10, Færeyjar 4, Moldóva 1.

I-RIÐILL:
Albanía – Pólland 0:1
England – Ungverjaland 1:1
San Marínó – Andorra 0:3
Staðan:
England 20, Pólland 17, Albanía 15, Ungverjaland 11, Andorra 6, San Marínó 0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert