Íslenski boltinn

Yfir­lýsingin sé týpískt út­spil hjá FH: „Þurfa að líta í eigin barm“

Aron Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing FH og gagnrýni félagsins á hendur framkvæmdarstjóra KSÍ var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Þar var Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður félagsins, einn af sérfræðingum þáttarins
Yfirlýsing FH og gagnrýni félagsins á hendur framkvæmdarstjóra KSÍ var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Þar var Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður félagsins, einn af sérfræðingum þáttarins Vísir/Samsett mynd

Baldur Sigurðs­son, fyrrum leik­maður Bestu deildar liðs FH og nú­verandi sér­fræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, segir það alls ekki hafa komið sér á ó­vart að FH hafi sent frá sér yfir­lýsingu á borð við þá sem fé­lagið sendi frá sér á dögunum. Hann hvetur FH, sem og Kjartan Henry leik­mann fé­lagsins, til þess að líta í eigin barm.

Seint á sunnu­dags­kvöld birtist yfir­lýsing frá knatt­spyrnu­deild FH þar sem að fé­lagið gagn­rýndi harð­lega vinnu­brögð Klöru Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóra Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands, í máli Kjartans Henry Finn­boga­sonar leik­manns FH sem fékk á dögunum eins leiks leik­bann.

Dómurunum í leik FH og Víkings Reykja­víkur í Bestu deild karla á dögunum yfir­sást at­vik milli Kjartan Henrys og Nikola­j Han­sen þegar að sá fyrr­nefndi gaf Han­sen oln­boga­skot.

Klara á­kvað hins vegar að nýta sér á­kvæði í lögum KSÍ sem heimilar fram­kvæmdar­stjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úr­skurðar­nefndar.

FH-ingar eru aðal­lega ó­sáttir með greinar­gerð sem Klara skilaði til Aga- og úr­skurðar­nefndar í málinu

„Það er að mati FH al­gjör­lega ó­tækt og í ó­sam­ræmi við mál­skots­heimild fram­kvæmdar­stjórans að hún taki af­stöðu í málinu með svona af­gerandi hætti,“ segir meðal annars í yfir­­­lýsingu FH.

„Fram­kvæmdar­stjórinn hefur vissu­lega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómara­sæti eða tekið að sér mál­flutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinar­gerð sinni.“

FH megi vel við una

Rætt var um yfir­lýsingu FH í Stúkunni, upp­gjörs­þætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport í gær­kvöldi. Þar sátu fyrrum leik­menn FH, þeir Atli Viðar Björns­son og Baldur Sigurðs­son, sem sér­fræðingar og Guð­mundur Bene­dikts­son stýrði þættinum.

Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmenn FH, í Stúkunni í gær.Vísir/Skjáskot

„Ef að ég hefði haft eitt­hvað um þetta að segja þá hefði ég kosið að sleppa því að koma með þessa yfir­lýsingu,“ sagði Atli Viðar, fyrrum leik­maður FH og nú sér­fræðingur Stúkunnar. „Ég held að FH-ingar megi, að ein­hverju leiti prísa sig sæla með niður­stöðuna í máli Kjartans Henry, að hann fái bara einn leik í leik­bann.

Þessi yfir­lýsing og þetta mál er svo mikið bara stríð milli ein­stak­linga. Það er verið að hnýta í Klöru og hennar vinnu­brögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfir­borðið, þetta er frekar fólk ætti að leysa yfir einum kaffi­bolla. Þetta er einn af þessum slögum sem menn hefðu átt að sleppa því að taka.“

Kergja milli FH og KSÍ

Erjur hafa ein­kennt sam­band FH við KSÍ undan­farna mánuði. „Það er kergja á milli þessara aðila svo ekki sé meira sagt,“ bætti Guð­mundur Bene­dikts­son, um­sjónar­maður Stúkunnar við og gaf um leið Baldri Sigurðs­syni orðið.

Baldur segir það ekki hafa komið sér á ó­vart að FH hafi gripið til þessa ráðs.

„Það að þessi yfir­lýsing hafi komið frá FH kemur mér bara ná­kvæm­lega ekkert á ó­vart. Ég myndi segja að þetta sé týpískt út­spil hjá FH. Af litlum hluta má alveg skilja þetta, þeir eru að bakka upp sinn leik­mann…En ég er sam­mála Atla og spyr mig til hvers þessi yfir­lýsing var gefin út.

Kjartan Henry fékk einn leik í bann, í um­ræddum leik sýndi hann af sér mjög ljóta og hættu­lega fram­komu fyrr í leiknum og mér finnst að FH hefði átt að una þessari niður­stöðu. Kjartan, sem og FH, þarf bara að líta í eigin barm.“

Klippa: Stúkan - Yfirlýsing FH

Tengdar fréttir

Mál Kjartans Henry fyrir aga­nefnd KSÍ

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×