Verkfall gæti raskað flugi

Verkfall gæti raskað flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli.
Verkfall gæti raskað flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Röskun gæti orðið á flugi ef til verkfalla kæmi. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

Sem kunnugt er undirbýr Efling verkfallsaðgerðir.

Af því tilefni sendi mbl.is fyrirspurn til Isavia um möguleg áhrif verkfalla á olíudreifingu á Keflavíkurflugvelli.

„Birgðir af eldsneyti á tæki og búnað eru til staðar á helstu flugvöllum og m.a. stórir geymslutankar á Keflavíkurflugvelli sem eru notaðir og duga í allnokkra daga. Eldsneyti á flugvélar er flutt um leiðslur á Keflavíkurflugvelli og því yrði ekki röskun þar nema ef til þess kæmi að nota þyrfti dælubíla af einhverjum orsökum til áfyllingar,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í skriflegu svari.

Meiri áhrif á Reykjavíkurflugvelli

Guðjón vék síðan að mögulegum áhrifum verkfalls á Reykjavíkurflugvelli.

„Staðan á Reykjavíkurflugvelli er hins vegar þannig að Olíudreifing annast eldsneytisáfyllingu á loftför þar og þar yrði því röskum. Flest ökutæki á Keflavíkurflugvelli eru rafmagnstæki og því yrði um takmörkuð áhrif að ræða þar.

Möguleg áhrif gætu verið eldsneytisskortur á ökutæki sem flytja starfsfólk til og frá vinnu – en það ætti væntanlega við víðar en aðeins hjá okkur,“ sagði Guðjón í svarinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka