„Hef unnið mér inn rétt til að gera það sem ég vil“

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madríd.
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madríd. AFP

Knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos telur sig hafa áunnið sér rétt til þess að gera nákvæmlega það sem honum sýnist þegar samningur hans við Spánarmeistara Real Madríd rennur út í sumar.

Ramos, sem er fyrirliði Real Madríd og kom til félagsins árið 2005, hefur ekki enn gert nýjan samning við spænska stórveldið og má því ræða við önnur félög. Hann er sjálfur á því að vilja ekki spila áfram nema á hæsta stigi.

„Ég hef unnið mér inn þann rétt að gera nákvæmlega það sem ég vil. Ég vil spila á hæsta stigi og ef ég geri það ekki, þá verð ég frekar heima. Ef ég myndi ekki spila á hæsta stigi væri það ekki þess virði,“ segir Ramos í heimildaþáttunum The Legend of Sergio Ramos, sem verða frumsýndir á Amazon Prime-streymisveitunni á föstudaginn.

Ramos er orðinn 35 ára gamall en telur sig enn eiga nóg inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert