Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu

Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.

Ferðamenn við Skógafoss.
Ferðamenn við Skógafoss.
Auglýsing

Nýjar sótt­varna­ráð­staf­anir sem snerta dag­legt líf lands­manna taka gildi á mið­nætti og eiga að vera í gildi til 13. ágúst, sam­kvæmt reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra. Þrátt fyrir að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt við Frétta­blaðið fyrr í vik­unni að ekki væri „hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“ eru þær aðgerðir sem verða í gildi frá og með morg­un­deg­inum kunn­ug­legar öllum lands­mönn­um.

Fjölda­tak­mark­anir munu mið­ast við 200 manns í hverju hólfi, bæði úti og inni og eins metra nánd­ar­regla hefur verið tekin upp. Þá verður krám og veit­inga­stöðum meinað að selja áfengi eftir kl. 23 á kvöldin og þurfa að vera búin að vísa gestum sínum út og skella í lás fyrir mið­nætti. Grímu­skylda verður tekin upp að nýju í þeim aðstæðum inn­an­húss þar sem ekki er hægt að tryggja eins met­ers fjar­lægð á milli fólks. Einnig verður grímu­skylda í almenn­ings­sam­göng­um.

Óvissa um vörn við­kvæmra gegn alvar­legum veik­indum

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í minn­is­blaði sínu til ráð­herra, þar sem aðgerð­irnar voru lagðar til, að erlendar upp­lýs­ingar sýni að þau bólu­efni sem notuð eru á Íslandi virð­ist vernda um 60 pró­sent full­bólu­settra gegn smiti af völdum delta-af­brigðis veirunnar og yfir 90 pró­sent vernd gegn alvar­legum veik­ind­um.

Auglýsing

„Nýjar upp­lýs­ingar frá Ísr­ael benda hins vegar til að vernd bólu­efnis Pfizer geti jafn­vel verið enn minni en að framan greinir bæði gegn öllu smiti og alvar­legum veik­ind­um,“ segir jafn­framt í minn­is­blaði Þór­ólfs. Sótt­varna­lækn­ir­inn segir að afleið­ingar þess að smit ber­ist í við­kvæma hópa hér­lend­is, bólu­setta og óbólu­setta, séu ófyr­ir­séðar og hætta sé á „al­var­legum afleið­ing­um.“ Fjórir eru í dag inn­lagðir á sjúkra­hús með COVID-19.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði við Stöð 2 eftir rík­is­stjórn­ar­fund­inn á Egils­stöðum í gær að sterk rök hefðu þurft að liggja fyrir því að grípa til hertra aðgerða inn­an­lands og hverfa þannig frá þeirri aflétt­ing­ar­á­ætlun sem kynnt var á vor­mán­uðum og lauk fyrir mán­uði síðan með algjöru afnámi allra tak­mark­ana á dag­legt líf lands­manna, í ljósi góðs gangs bólu­setn­inga.

„Þau eru komin fram að hálfu sótt­varna­yf­ir­valda með vísan í vöxt smita og óvissu með það hversu greiða leið þau smit eiga inn í við­kvæma hópa. Við tökum mark á því nún­a,“ sagði Bjarni við Stöð 2. Hann sagð­ist horfa á aðgerð­irnar nú sem „var­úð­ar­ráð­stöf­un“ og að við þyrftum að átta okkur á því að hversu alvar­legar fylgdu því að bólu­settir væru að smit­ast af delta-af­brigð­inu.

Hags­munir af því að lenda ekki á rauðum listum

Í umræð­unni und­an­farna daga hefur all­víða verið kallað eftir því að stjórn­völd horfi til heild­ar­hags­muna við ákvarð­anir um nýjar sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands. Það er, ekki ein­ungis til mögu­legrar óvissu af heilsu­fars­legum afleið­ingum far­ald­urs heldur einnig til þeirra áhrifa sem tak­mark­anir inn­an­lands hafa á efna­hags­líf­ið.

Ljóst er að margir verða fyrir fjár­hags­legu tjóni nú þegar ákveðið hefur verið að banna fjöl­mennar sam­komur fólks og stytta opn­un­ar­tíma skemmti­staða.

Sú staða er þó uppi ferða­þjón­ustan á Íslandi, sem orðið hefur fyrir miklum skakka­föllum í far­aldr­in­um, hefur ríka hags­muni af því að böndum verði komið á útbreiðslu smita inn­an­lands. Í Morg­un­blað­inu í dag er rætt við þrjá aðila í ferða­þjón­ustu sem segja allir í kór að það skipti miklu máli að Ísland lendi ekki á rauðum listum varð­andi stöðu far­ald­urs­ins inn­an­lands.

Ferðamenn við Jökulsárlón.

Alls 95 smit greindust í gær og 14 daga nýgengi smita inn­an­lands á hverja 100 þús­und íbúa er nú komið upp í 111. Ekki þarf marga daga með slíkum tölum til við­bótar til þess að Ísland lendi verði rautt á korti sótt­varna­yf­ir­valda í Evr­ópu og á lista stjórn­valda í Banda­ríkj­unum yfir ríki sem ekki ætti að ferð­ast til.

„...ef Ísland verður allt í einu rautt og talið vera háá­hættu­svæði þá myndi það hafa miklar afleið­ing­ar. Það stoppar frekar fólk að kom­a,“ segir Stein­grímur Birg­is­son for­stjóri Bíla­leigu Akur­eyrar og Hölds í sam­tali við blað­ið. Davíð Torfi Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela tekur í svip­aðan streng og segir að það sé „lita­kóð­inn sem þetta allt snýst um í raun og veru,“ því ef við hættum að vera „græn“ á kort­inu megi fólk frá vissum löndum ekki ferð­ast hing­að.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra nefndi í sam­tali við RÚV í gær að ein af ástæð­unum fyrir því að rík­is­stjórnin hefði tekið ákvörðun um að grípa til tak­mark­ana inn­an­lands nú væri að það væri mik­il­vægt að Ísland lenti ekki á rauðum lista.

„Við erum að horfa til þess að það skipti miklu máli að halda þessum smit­fjölda niðri. Það er líka mik­il­vægt, ekki bara fyrir sam­fé­lagið og heilsu okkar allra, heldur líka það að Ísland lendi ekki á rauðum lista,“ sagði Katrín.

Ráð­legg­ingar sótt­varna­yf­ir­valda og hags­munir ferða­þjón­ust­unnar virð­ast því, ef til vill í fyrsta sinn síðan far­ald­ur­inn hófst í upp­hafi árs 2020, ganga hönd í hönd, hvað þessar nýju sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands varð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent