Ólíklegt að R. Kelly beri vitni

Réttarhöld yfir R. Kelly fara nú fram.
Réttarhöld yfir R. Kelly fara nú fram. AFP

Ekki er búist við því að tónlistarmaðurinn R. Kelly beri vitni fyrir dómara í málinu gegn honum. Kelly er sakaður um víðtækt mansal. 

Verjandi Kelly tók til máls í gær, mánudag, eftir að ákæruvaldið hafði lokið vitnaleiðslum síðustu vikur. Fjöldi karla og kvenna hefur borið vitni gegn Kelly og lýst misnotkun af hálfu tónlistarmannsins þegar þau voru unglingar. 

Kelly hefur neitað öllum ásökunum en ákæruvaldið hefur dregið upp dökka mynd af Kelly sem kynferðisbrotamaður sem lék sér að táningsstúlkum. 

Á meðal meintra fórnarlamba hans er söngkonan Aaliyah, sem var 15 ára þegar Kelly giftist henni ólöglega árið 1994. Hjónabandið var síðar ógilt en Aaliyah lést í flugslysi árið 2001.

Verjendur Kellys hafa reynt að sýna fram á að meint fórnarlömb hans séu aðeins aðdáendur hans í hefndarhug eftir að ástarsambönd þeirra við hann gengu ekki lengra. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson