Innlent

Lög­regla tvisvar kölluð til vegna grun­sam­legra manna­ferða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjórir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.
Fjórir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilvikinu var maður sagður vera að skoða inn í bíla en í hinu tilvikinu var maður handtekinn í Hálsahverfi og vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Lögregla vísaði einnig manni á brott sem var að ónáða fólk við strætóbiðstöð og þá voru afskipti höfð af manni í bifreið, sem grunaður er um vörslu fíkniefna.

Tvær tilkynningar bárust um umferðaróhöpp; dreng sem datt á vespu og óhapp á bílastæði við verslun, þar sem önnur bifreiðin reyndist ótryggð. Fjórir voru að auki handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum.

Einn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar máls en í ljós kom að hann var í ólöglegri dvöl, segir einnig í yfirliti lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×