Eldur í ruslageymslu í Flúðaseli

Tilkynningin barst fyrir skömmu.
Tilkynningin barst fyrir skömmu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kom upp í ruslageymslu í Flúðaseli í Breiðholti. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Eldsvoðinn var minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Tunnunni var komið út og var slökkt í eldinum þar. Störfum slökkviliðsins er nú lokið.

Uppfært klukkan 15.33:

Í fréttinni kom fyrst fram að eldur hefði komið upp í kjallara. Síðar kom í ljós að um ruslageymslu hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert