Loftbelgurinn hafi óvart fokið til Bandaríkjanna

Loftbelgurinn er ekki notaður í njósnir heldur til veðurrannsókna, að …
Loftbelgurinn er ekki notaður í njósnir heldur til veðurrannsókna, að sögn utanríkisráðuneyti Kína. AFP/Chase Doak

Stjórnvöld í Kína segja það vera miður að ómannað loftfar þeirra hafi óvart flogið inn í bandaríska lofthelgi.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að loftbelgurinn sé vissulega kínverskur en sé í eigu óbreyttra borgara og sé notaður í vísindarannsóknum, til dæmis þeim sem snúa að veðurfræði, að því er fram kemur í frétt CBS.

Lofbelgurinn hafi fokið inn í lofthelgi Bandaríkjanna sökum vestanáttar og takmarkaðra leiða til þess að stjórna honum. Loftbelgurinn hafi „vikið verulega frá áætlaðri leið“.

Banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið til­kynnti í gær að fylgst væri með kín­versk­um njósna-loft­belg sem svifi yfir Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert