Guðlaugur Þór kominn í sóttkví

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er kominn í sóttkví eftir að einn úr starfsliði utanríkisráðuneytisins greindist með Covid-19 smit. Greint er frá þessu í tilkynningu frá ráðuneytinu, en þar segir að Guðlaugur hafi farið í PCR-próf í morgun og fari í annað próf á laugardag. Verði niðurstaðan neikvæð losnar ráðherrann undan sóttkví.

Í tilkynningunni segir jafnframt að Guðlaugur hafi ekki fundið fyrir einkennum og kenni sér einskis meins. Auk hans eru tveir starfsmenn ráðuneytisins í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert