Húsráðandi kom í veg fyrir frekara tjón

Slökkviliðið fór í útkallið upp úr klukkan eitt í nótt.
Slökkviliðið fór í útkallið upp úr klukkan eitt í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt í fjölbýlishús í miðbæ Reykjavíkur.

Þar hafði blöndunartæki gefið sig á baðherbergi

Húsráðandinn náði að koma í veg fyrir frekara tjón með því að ná að stýra vatninu og hemja það þangað til slökkviliðið kom á vettvang, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Eitthvað tjón varð, en óskaplega lítið, segir varðstjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert