Bætti sig um níu högg á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti góðan dag á lokamóti Evrópumótaraðar kvenna í golfi í Andalúsíu á Suður-Spáni í dag þar sem hún lék á hvorki fleiri né færri en níu höggum betur en á fyrsta hringnum í gær.

Guðrún var á meðal neðstu keppenda eftir fyrsta hringinn í gær, sem hún lék á 79 höggum, sjö höggum undir pari.

Í dag var allt annað uppi á teningunum því Guðrún lék á 70 höggum, tveimur höggum undir pari, og sýndi mjög stöðuga spilamennsku.

Hún vann sig þar með upp um tuttugu sæti og er í 48.-54. sæti af 72 keppendum þegar tveimur hringjum er lokið af fjórum á samtals fimm höggum yfir pari. Guðrún náði tíunda besta skorinu af öllum keppendum í dag.

Carlota Coganda frá Spáni lék best allra í dag á 66 höggum og er með forystuna eftir tvo hringi á samtals átta höggum undir pari. Landa hennar Fatima Fernández er önnur á sjö undir pari og síðan kemur Anne-Lise Caudal frá Frakklandi á fimm höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert